Dolomite á Íslandi

Umhverfis- vottaðir skór

Falleg ítölsk hönnun

Þægindi og gæði í hverju skrefi

Fjölbreytt úrval

Af hverju er þess virði að fjárfesta í Dolomite gönguskóm?

Fyrir útivistarmanneskjur er mikilvægt að eiga góða gönguskó. Þeir eru nauðsynlegir til að ráða við erfiðar aðstæður en verða líka að vera þægilegir og geta komið í veg fyrir óþarfa meiðsli. Dolomite gönguskórnir eru góður kostur fyrir þá sem vilja gæði og þægindi.

Gæði og ending

Helstu kostir sem Dolomite gönguskórnir búa yfir er það þar fara saman gæði og góð ending. Þeir eru hannaðir með það í huga að þola átök sem fylgja löngum og erfiðum göngum. Þeir hafa mjúk og þægileg innlegg, fóðringu innan í skónum sem andar vel en hrindir frá vatni og er hönnunin til þess fallin að laga sig að fótum þínum. Skórnir bjóða uppá gott grip og mikinn stuðning sem hjálpar til við að koma í veg fyrir meiðsli.

Afköst

Dolomite skórnir eru hannaðir með það í huga að auka afköst skónna á þeirri leið sem þér dettur í hug að fara. Skórnir eru með Vibram sóla sem veita framúrskarandi grip og virkni við hinar ýmsu aðstæður. Flestar týpurnar eru með Gore-Tex fóðringu sem gerir það að verkum að öndun er góð og einnig eru þeir vatnsheldir. Skórnir eru léttir og henta því vel í langar göngur.

Stíll

Skórnir koma í allskyns útgáfum og litum, hvort sem þú vilt klassískt eða nútímalegt útlit á gönguskónna þína þá er Dolomite góður kostur. Útlitið hentar vel bæði í dagsdaglega notkun eða á löngum ferðalögum.

Orðspor

Dolomite er skó framleiðandi með langa sögu og hafa verið að framleiða skó síðan 1897. Vörur þeirra hafa verið notaðar af ferðalöngum og útivistargörpum allan þann tíma. Dolomite skórnir eru þekktir fyrir flott útlit, góða endingu og virkni.

Að lokum, Dolomite gönguskór eru þess virði að skoða fyrir alla sem njóta þess að vera út í náttúrunni og upplifa það sem landið okkar hefur uppá að bjóða. Ítölsk hönnun sem virkar vel við íslenskar aðstæður. Dolomite skórnir bjóða uppá gæði, þægindi, stuðning, virkni, flott útlit og síðast en ekki síst gott orðspor. Þú munt ekki sjá eftir því að bæta Dolomite gönguskónum við í útivistar búnaðinn þinn.