Skilmálar

Skilafrestur

Þegar pöntun hefur verið gerð og sölukvittun borist í tölvupósti frá Kraftey á það netfang sem gefið er upp, er kominn á bindandi samningur um kaup. Samkvæmt reglum um rafræn kaup má falla frá þessum samningi án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga frá afhendingu vörunnar. Til þess að nýta þann rétt ber viðskiptavini að senda tilkynningu innan 14 daga á netfangið kraftey@kraftey.is

• Til að uppsagnarfresturinn teljist virkur nægir að senda tilkynningu á kraftey@kraftey.is um að óskað sé eftir að fallið sé frá samningi áður en uppsagnarfresturinn rennur út. Skila skal vörunni eins fljótt og auðið er og skal kaupandi vera búinn að koma vörunni í póst með sannanlegum hætti innan uppgefins skilafrests.
• Ef skilamiði er á umbúðum eða merkingum vöru, skal hafa samband innan uppgefins tímafrests.
• Endursending vöru er á ábyrgð kaupanda nema ef um er að ræða ranga eða gallaða vöru.
• Þegar Kraftey EHF hefur móttekið vöruna er upphæð frá kaupdegi bakfærð inn á sama greiðslumiðil og notaður var í upphaflegu viðskiptunum.
• Til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni vörunnar sem keypt er skal neytandi aðeins meðhöndla hana og skoða á sama hátt og ef um verslun er að ræða. Neytandi má því einungis máta vöruna en ekki ganga í henni.
• Ekki er hægt að taka við vöru hafi umbúðir verið rofnar eða skemmdar (ss. skókassar), teknar utan af henni, innsigli hafi verið rofin eða merkingar vöru hafa verið fjarlægðar eins og á við. Skilamiði telst ekki gildur ef eitthvað af framangreindu á við. Merkingar verða að vera til staðar í vörunni svo að hægt sé að skila henni.
• Að öðru leyti er vísað í lög um neytendakaup nr.48/2003

Almennt

Kraftey áskilur sér rétt til eftirfarandi:
• Fyrirvaralausar verðbreytingar.
• Að bakfæra pöntun sé varan ekki til, vegna misræmis í lagerstöðu, verð eru ekki rétt eða rangar vörurupplýsingar eru uppgefnar á síðu og berist greiðsla ekki innan 24 tíma frá pöntun.
• Að hætta með ákveðnar vörur eða vöruflokka án fyrirvara.

Afhending og sendingarkostnaður

• Frí heimsending er á allar pantanir yfir 10.000 krónum í netverslun Kraftey.is
• Óháð því hvert á land þær eru sendar og hvaða afhendingarmáti er valinn.
• Vörur eru sendar með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningskilmálar Íslandspósts um dreifingu og afhendingu.
• Það má lesa um þá hér: http://www.postur.is.
• Kraftey EHF tekur ekki ábyrgð á vöru eftir að hún hefur verið póstlögð. Komi fram skemmdir eftir flutinga er það á ábyrgð flutningsaðila.Við bjóðum uppá alla afhendingarmáta Póstsins, en athugið að Póstbox og pakkaport bjóða uppá takmarkaðar stærðir og því er ekki hægt að senda stærri pakka á þann hátt.
• Einnig bjóðum við uppá að sækja vöru í vöruhús.
• Þegar lögð er inn pöntun hjá Kraftey og vara hefur verið greidd, afgreiðum við hana við fysta tækifæri.
• Varan er afgreidd innan 24 tíma eða næsta virka dag.
• Tími frá því að sending fer af stað þangað til viðskiptavinur fær hana í hendurnar eru 1 til 4 dagar eftir því hvar á landinu viðkomandi er.

Greiðsla pantana

• Hægt er að greiða vöru með öllum helstu greiðslukortum á öruggri greiðslugátt Teya.
• Einnig bjóðum við uppá greiðslu með Netgíró eða með millifærslu í heimabanka. Ef millifærsla er valin, skal greiða innan sólarhrings frá pöntun á eftirfarandi reikning: 0370-26-500307 KT: 500322-1360.
• Senda þarf staðfestingu með tilvísun í pöntunarnúmer á netfangið kraftey@kraftey.is þegar greitt er með millifærslu.

Verð

• Öll verð í netversluninni eru með virðisaukaskatti.
• Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur.

Vörur

• Við leggjum okkur fram um að sýna allar vörurnar okkar í réttum litum. Ekki er hægt að ábyrgjast réttan lit vegna þess hve mismundandi tölvuskjáir sýna liti. Gerður er fyrirvari á litamismun og prentvillum.
• Telji viðskiptavinur að hann hafi fengið afhenta gallaða vðru skal hann senda upplýsingar á netfangið kraftey@kraftey.is. Senda þarf myndir af viðkomandi vöru og því sem að talið er vera gallað, ásamt reikningi til staðfestingar á kaupum. Hvert og eitt tilfelli er metið fyrir sig.

Vöruskipti

Hægt er að skipta vöru í aðra vöru innan 14 daga frá vörukaupum, fyrir lægra verð, sömu upphæð eða dýrari og þá er greitt mismun á vöruverði. Það er hægt að senda vörurnar með pósti til okkar Kraftey EHF
Maríubaugi 97
113 Reykjavík.
Einnig er hægt að koma við í vöruhúsi okkar og skipta vöru. Hafa skal samband fyrst í tölvupósti og ákveða tíma.

Ef einhverjar spurningar eru endilega sendið okkur póst á Kraftey@kraftey.is