Um Kraftey

Kraftey ehf er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 2022 og samanstendur af Hilmari, Mareyju Sif, Hirti og Kristínu. Áherslan verður lögð á að bjóða upp á Ítalskan skófatnað sem hentar vel til að ganga á um fallega landið okkar, en hugmyndin um að flytja Dolomite inn til Íslands kom á ferðum okkar um Alpana. Við erum mikið veiði- og útivistarfólk og teljum að Dolomite sé frábær útivistar kostur fyrir Íslendinga.

Re-source by Dolomite Footwear

 • Dolomite vörur eru framleiddar úr vottuðum endurunnum, lífrænum og/eða sjálfbærum efnum.
 • Einnig eru allar vörur Dolomite gerðar úr PFC frýjum efnum.
 • 49% af „lifestyle“ vörum frá Dolomite er merktar “re-source by DOLOMITE”

Trygging um að allt það fólk sem kemur að framleiðslu Dolomite fær þá virðingu og reisn sem það á skilið er eitthvað sem okkar viðskiptavinir kunna að meta.

Dolomite er í samstarfi við Responsable Sport Initiative (RSI) sem er verkefni innan World Federation of Sporting Goods Industry. Þau setja fram siðareglur sem allir meðlimir verða að fara eftir.

Siðareglur RSI:

 • Engin barnaþrælkun
 • Ekkert þrælahald
 • Engin mismunun
 • Ekkert ofbeldi
 • Félagafrelsi og sanngjarnir kjarasamningar
 • Tryggð laun og fríðindi
 • Réttir vinnutímar
 • Tryggð heilsa og vellíðan í starfi
 • Styðja við umhverfissjónarmið